Viðræðurnar þokast jafnt og þétt áfram

Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir.
Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnarmyndunarviðræðurnar þokast jafnt og þétt áfram. Hlé var gert á viðræðunum um helgina en formenn ríkisstjórnarflokkanna stefna á að funda aftur á mánudaginn.

„Það er ennþá einhver vinna eftir en svona þetta þokast allt áfram. Við höfum á undanförnum fundum verið að ræða töluvert mikið um loftslagsmálin,“ segir Katrín í samtali við blaðamann mbl.is.

Hún bætir við að hin ýmsu málefni hafa verið rædd á fundum síðustu daga.

„Við erum búin að ræða orku og umhverfismál, ríkisfjármál, efnahagsmál og svo ýmsar félagslegar áherslur.“

Katrín segir að enn sé ekki búið að ákveða hvenær aðrir flokksmenn fá að sitja fundina. Vakið hefur athygli að formenn flokkanna þriggja sitji enn fundina einir, þegar venjan er að aðstoðarmenn þeirra, aðrir úr þingflokki eða einhverjir sérfræðingar séu fengnir eftir því sem viðræðunum vindur fram.

„Við höfum kallað inn gesti en aðallega höfum við þrjú verið að funda. Það eru ekki aðrir frá flokkunum sem hafa setið þessa fundi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert