Bessastaðanes verði friðlýst svæði

Bessastaðanes. Til stendur að friðlýsa svæðið.
Bessastaðanes. Til stendur að friðlýsa svæðið. mbl.is/Sigurður Bogi

Lífríkar fjörur, grunnsævi með æti fyrir fuglategundir, tún, akrar og votlendi með fjölbreyttum gróðri; þetta er meðal þess sem einkennir Bessastaðanes á Álftanesi sem Umhverfisstofnun vinnur nú að friðlýsingu á.

Starfið er unnið með embætti forseta Íslands, Garðabæ, ráðuneytum og Minjastofnun Íslands og er hluti af átaki til friðlýsinga sem fráfarandi ríkisstjórn hefur rekið.

Stelkur og lóuþrælar

Svæðið sem friðlýsa skal er 4,45 km² að stærð og nær yfir Bessastaðanes, Lambhúsastjörn og Skerjafjörð í átt að Kársnesi í Kópavogi. Í náttúruverndaráætlun er getið gildis Álftaness sem búsvæðis fugla. Fuglalíf er fjölbreytt allt árið og má þar nefna að Álftanes er viðkomustaður margæsar og rauðbrystings.

Þá sjást þar æðarfugl, sendlingur og tildrur sem hafa verndargildi. Stórir mávar og hávella eru algengir vetrargestir og hundruð tjalda, stelka og lóuþræla koma þar við á fartímanum. Á nesinu eru líka tún, akurlendi og votlendi með eftirtektarverðum vistgerðum. Auk þess eru þar líka menningarminjar frá 17. og 18. öld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert