Bogmaðurinn laus úr haldi

Maðurinn sem gekk um með boga og örvar á Selfossi …
Maðurinn sem gekk um með boga og örvar á Selfossi er laus úr haldi. mbl.is/Árni Sæberg

Maðurinn sem handtekinn var aðfaranótt þriðjudags á Selfossi, vopnaður boga og örvum, gengur nú laus. 

Þetta staðfestir Oddur Árnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Tekin var skýrsla af manninum og stendur rannsókn málsins nú yfir. Lögregla mun ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Klukkan 04.18 hinn 26. október barst lögreglu tilkynning um ferðir manns við Tryggatorg á Selfossi sem væri vopnaður boga og örvum.

Lögreglan fylgdist með honum í nokkra stund áður en maðurinn var handtekinn á Árvegi til móts við Hörðuvelli. Hann veitti engan mótþróa og lagði niður vopn sín strax þegar skorað var á hann að gera slíkt.

Nokkur viðbúnaður var vegna málsins en sérsveit ríkislögreglustjóra var sett í viðbragðsstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert