Sjálfstæðismenn almennt jákvæðir

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. mbl.is/Óttar

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt stjórnarsáttmálann og aðild að ríkistjórn. Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is.  

Fundurinn gekk vel [...], Þeir sem tóku til máls á fundinum voru almennt mjög jákvæðir í garð samstarfsins“ segir Birgir. 

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar á morgun fyrir hádegi, þar verður endanlega ákveðið hverjir gegna hvaða embættum. 

Birgir segist ekki geta gefið upp hvaða ráðuneyti Sjálfstæðisflokkurinn fær í nýju ríkistjórninni en samkvæmt heimildum mbl.is þá mun flokkurinn stýra fjármálaráðuneytinu, umhverfisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og hluta atvinnumála með nýsköpun ásamt háskólamálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert