„Hún fengi falleinkunn“

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, í Silfrinu í dag.
Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, í Silfrinu í dag. Skjáskot/RÚV

Bæði stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmenn tóku undir það í Silfrinu í dag að enn væri nokkur vinna eftir í kringum fjárlög næsta árs og taldi þingmaður Samfylkingarinnar að ekki myndi nást að klára þau fyrir jól.

Mikið var tekist á í Silfrinu í dag og hækkuðu flestir róminn.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir fjárlagafrumvarpið mjög ófullkomið og í raun ekki einu sinni í takt við það sem ríkisstjórnin hefur sagst ætla að framkvæma.

„Ef þetta væri ritgerð frá einhverjum í skóla fengi hún falleinkunn. Hún fengi falleinkunn vegna þess að það er ekki búið að klára hana.“

Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna.
Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna. Ljósmynd/Aðsend

Jódís segir fjárlögin þurfa umræðu

„Ég trúi því varla að þetta sé í alvörunni það sem við ætlum að sjá frá þessari ríkisstjórn á fyrsta fjárlagaárinu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann sagði að fjárlagafrumvarpið liti út eins og einhvers konar bráðabirgðaplagg.

Hildur Sverrisdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði það eðlilegt að ríkisstjórnin vilji láta fjárlagafrumvarpið mótast í þinginu. „Þetta þarf umræðu,“ sagði Jódís.

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagði að það þyrfti að spýta í lófana hvað varðar fjárlagafrumvarpið og að mikið at yrði í desember. Fjárlagafrumvarpið gæfi þó til kynna að hárrétt hafi verið brugðist efnahagslega við faraldrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert