Nýr sigketill kom í ljós

Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011.
Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Nýr sigketill kom í ljós suðaustan við Grímsfjall þegar flogið var yfir svæðið um helgina.

Hann er talinn vera um 20 metra djúpur og um 500 metrar í þvermál.

Að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, var rætt um sigketilinn á daglegum samráðsfundi í gær. Verið er að reyna að áætla hvernig hann myndaðist.

Ketillinn er yfir leiðinni þaðan sem hlaupið úr Grímsvötnum hefur farið í Gígjukvísl. Spurður hvort ketillinn tengist mögulegu eldgosi segir hann ekki hægt að útiloka það.

Næsti samráðsfundur hjá Veðurstofunni verður haldinn klukkan 14 í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert