„Þurfum að vera á varðbergi“

„Hlaupið veldur ákveðnum óstöðuleika og við eigum eftir að sjá …
„Hlaupið veldur ákveðnum óstöðuleika og við eigum eftir að sjá hvernig eldstöðin bregst við því [...]." Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Veðurstofa Íslands hélt í dag samráðsfund með Jarðvísindastofnun og fulltrúum almannavarna um þá stöðu sem ríkir nú í Grímsvötnun eftir mikla jarðskjálftavirkni í morgun. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri á sviði náttúruvár hjá Veðurstofunni.

Hún segir að á fundinum hafi verið farið yfir nýjustu mælingar og við hverju væri að búast á næstu dögum en vísindamenn munu fljúga yfir hinn nýmyndaða ketil og kortleggja hann til þess að fá betri vísbendingar um það hvernig hann myndaðist.

„Við þurfum að vera á varðbergi núna, aukin jarðskjálftavirkni er alla vega eitt af þessum merkjum sem við búumst við að komi í aðdraganda eldgoss,“ segir Kristín.

Eldstöðin í Grímsvötnum hefur verið undir miklu álagi vegna hlaupsins sem náði hámarki í gær, Kristín segir að rúmlega 0,8 rúmkílómetrar af vatni hafi hlaupið undan jöklinum.

„Hlaupið veldur ákveðnum óstöðugleika og við eigum eftir að sjá hvernig eldstöðin bregst við því. En við vitum að í ljósi sögunnar, þá gerist ekki oft eitthvað í kjölfarið en við verðum að vera viðbúin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert