Greiða upp 80 milljóna evra skuldabréf

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. mbl.is/Jón Pétur

Landsvirkjun hefur greitt upp skuldabréf að fjárhæð 80 milljónir evra sem jafngildir um 11,8 milljörðum króna en skuldabréfin eru á gjalddaga í janúar 2024, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að bréfin hafi verið gefin út undir EMTN skuldabréfarammanum og eru skráð í kauphöllina í Lúxemborg og hafa ISIN númerin XS0183893550 og XS0184706595.

Hlutfall lána með ríkisábyrgð lækkar

„Skuldabréfin eru með ríkisábyrgð og mun hlutfall lána Landsvirkjunar með ríkisábyrgð því lækka eftir viðskiptin og verður um 14% af lánum, en útistandandi lán með ríkisábyrgð eru frá árinu 2006. Endurkaup skuldabréfanna endurspegla sterka fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og er liður í skuldastýringu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert