Stefni í uppsagnir á bráðamóttöku

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Arnþór

Velkist nokkur í vafa um að Landspítalinn sé að glíma við fjárhags- og mönnunarvanda, líkt og raunar má segja um allt heilbrigðiskerfið? Heilbrigðiskerfið er undirfjármagnað. Vandinn í heilbrigðiskerfinu stafar annars vegar af langvarandi vanfjármögnun og hins vegar af þeirri jákvæðu staðreynd að þjóðin er að eldast, þar sem æ fleiri ná háum aldri,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Oddný var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í heilbrigðiskerfinu þar sem hún sagði fjárhagsvanda á Landspítala augljósan sem og mönnunarvanda.

Hún gagnrýndi stjórnvöld fyrir að hugsa ekki út fyrir heimsfaraldur og neyðaraðgerðir og nefndi uppsagnir hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku sem taka gildi í mars ef ekkert verður að gert.

„Of margt heilbrigðisstarfsfólk leitar í önnur störf og jafnvel til annarra landa þar sem starfsaðstæður, vinnutími og launakjör eru betri en hér. Það er auðvelt fyrir fagfólkið okkar að fá störf í útlöndum,“ sagði hún.

„Það verður að stöðva keyrslu ríkisstjórnarinnar eftir sveltistefnu í heilbrigðiskerfinu. Íslenskur almenningur á betra skilið og íslenskt velferðarsamfélag á betra skilið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert