Vill öll minnisblöð aðgengileg á einum stað

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Óttar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, óskaði eftir því á þingi í dag að öll minnisblöð sóttvarnalæknis vegna kórónuveirufaraldursins verði tekin saman þannig að þau séu aðgengileg fyrir almenning og þingmenn á einum stað.

„Jafnframt að gerð verði greining á því hvenær tillögur hæstvirts heilbrigðisráðherra viku frá tillögum sóttvarnalæknis og í hvað atvikum svo var ekki,“ sagði Bergþór.

Hann sagði enn fremur að talað hefði verið um upplýsingaóreiðu í tengslum við aðgerðir stjórnvalda er snúi að sóttvörnum.

Hægur leikur væri að hafa allt aðgengilegra þannig að auðveldara væri að átta sig á þeim upplýsingum sem fyrir liggja, hvernig ákvarðanir eru teknar og rökstuddar og með hvaða hætti ráðherra hefur sinnt rannsóknarskyldu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert