Frábær þátttaka í fjölskyldubingóinu í gær

Siggi Gunnars hélt uppi stuðinu í gærkvöldi og færði landsmönnum …
Siggi Gunnars hélt uppi stuðinu í gærkvöldi og færði landsmönnum bingótölurnar beint heim í stofu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við héldum taumlausri bingógleðinni áfram í gærkvöldi og þjóðin spilaði með eins og áður,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars, útvarpsmaður á K100, en hann, ásamt Evu Ruzu, stýrði fjölskyldubingói K100 og mbl.is í gærkvöldi. Það var í annað sinn á þessu ári en bingóið fór aftur af stað í síðustu viku eftir nokkurra mánaða hlé. Hér eftir verður fjölskyldubingóið haldið vikulega og eins og áður munu Siggi og Eva sjá um að færa landsmönnum bingótölurnar beint heim í stofu. Fjöldi vinninga er í boði í hvert sinn og allir sem fá BINGÓ fá vinning.

Þakklát fyrir góðu viðbrögðin

„Frábær þátttaka og erum við svo þakklát fyrir öll góðu viðbrögðin sem við höfum fengið,“ sagði Siggi Gunnars að leik loknum.

Útsendinguna má nálgast á mbl.is og á Sjónvarpi Símans. Gestur kvöldsins var söngkonan Klara Elias en hún gerði garðinn frægan með stúlknasveitinni Nylon hér á árum áður. „Klara flutti okkur tvö ljúf lög og hjálpaði við að gera kvöldið sem skemmtilegast,“ sagði Siggi Gunnars og bætti við: „Við teljum svo bara aftur í næsta fimmtudagskvöld og á meðan er hægt að fylgjast með á mblmeira á instagram og á mbl.is/bingo.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert