Göng á Vestfjörðum til 2050 gætu kostað 90 milljarða

Heimamenn kalla eftir meiri jarðgangaframkvæmdum.
Heimamenn kalla eftir meiri jarðgangaframkvæmdum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Vestfjarðastofa efndi til fjarfundar í gær þar sem ný jarðgönguáætlun heimamanna var kynnt og sömuleiðis samfélagsgreining KPMG, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fram kom m.a. að kostnaður við jarðgöng á Vestfjörðum til ársins 2050 gæti numið tæpum 90 milljörðum króna, þar af væru 17 milljarðar í Súðavíkurgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar, 15 milljarðar í göng undir Kleifaheiði, 15 milljarðar í göng undir Hálfdán og 13 milljarðar í jarðgöng undir Dynjandisheiði.

Fundurinn í gær var öllum opinn en öllum sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum, þingmönnum og embættismönnum í ráðuneytum og stofnunum sem tengjast samgöngumálum var sérstaklega boðið. Í kynningunum var farið yfir þá sameiginlegu sýn Vestfirðinga að áherslu skyldi leggja á uppbyggingu heildstæðra atvinnusvæða á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum með þrennum jarðgöngum, Súðavíkurgöngum og göngum um Mikladal og Hálfdán auk breikkunar Breiðadals- og Botnsheiðarganga.

Engin göng í samgönguáætlun

Á fundinum kom fram að engin jarðgöng á Vestfjörðum væru í gildandi samgönguáætlun og ekki í augsýn fyrr en eftir 2035, ef ekkert yrði að gert. Hins vegar er gert ráð fyrir ýmsum vegaframkvæmdum á Vestfjörðum í samgönguáætlun á næstu árum. Þannig er reiknað með 20,5 milljörðum til ársins 2028. Þar af eru 7,2 milljarðar í veg um Gufudalssveit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert