46% óku of hratt á Neshaga

Lögregla við hraðamælingar. Mynd úr safni.
Lögregla við hraðamælingar. Mynd úr safni.

Brot 43 ökumanna voru mynduð á Neshaga í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Neshaga í vesturátt, að Hjarðarhaga, að því er kemur fram á vef lögreglunar.

Á einni klukkustund, um hádegisbil, fóru 94 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í helmingur ökumanna, eða 46%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 56.

Skýjað var og þurrt á meðan hraðamælingunni stóð, að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert