Mest 16 stig í dag en 19 á morgun

mbl.is/Kristinn Magnússon

Víða er þoka norðan- og austantil á landinu nú í morgunsárið. Líklega mun rofa til allvíða þegar líður á morguninn. 

„Annars verður fremur hægur vindur í dag, skýjað með köflum og víða líkur á skúrum, einkum síðdegis inn til landsins. Hiti 9 til 16 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Þar kemur fram að norðan- og norðvestan gola eða kaldi verði á morgun, skýjað og sums staðar dálítil væta.

„Hiti 7 til 12 stig, en að 19 stigum sunnantil á landinu. Annað kvöld bætir í vind og fer að rigna austanlands,“ segir í hulgeiðingum veðurfræðings og jafnframt:

„Á sunnudag er svo útlit fyrir ákveðna norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á Norður- og Austurlandi, en sunnan- og vestantil á landinu verður úrkomulítið og talsvert mildara.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert