Þúsundir gutta á N1-móti á Akureyri

Gleðin er við völd á N1 mótinu á Akureyri hjá …
Gleðin er við völd á N1 mótinu á Akureyri hjá leikmönnum Snæfellsness og öðrum keppendum. Mbl.is/Margrét Þóra

Þúsundir þátttakenda og forráðamanna eru nú á Akureyri vegna N1 mótsins í knattspyrnu. Mótið hófst sl. miðvikudag og lýkur síðdegis á morgun. KA sér um framkvæmd mótsins en alls taka um 200 lið þátt alls staðar að af landinu. Þátttakendur eru um 2 þúsund talsins talsins og til viðbótar má bæta við öðrum eins fjölda foreldra, foráðamanna, þjálfara og aðstoðarmanna. Er þetta stærsta N1 mótið til þessa, sem er það 36. í röðinni.

Mikil leikgleði er við völd í hverri viðureign, en keppnisskapið er ekki langt undan. Virðing er jafnframt borin fyrir andstæðingnum, eins og ein meðfylgjandi mynd ber með sér.

Í tilkynningu um mótið er haft eftir Sævari Péturssyni, framkvæmdastjóra KA, að mikið líf og fjör sé í kringum mótið. Síðustu tvö mót hafi einkennst af ýmsum takmörkunum og reglum vegna Covid-19. Því sé nú fagnað í ár að þátttakendur geti sleppt af sér beislinu, takmarkalaust.

Virðing fyrir mótherjanum er ekki langt undan, hér reisir einn …
Virðing fyrir mótherjanum er ekki langt undan, hér reisir einn pollinn andstæðing sinn á lappir. Mbl.is/Margrét Þóra
Fjöldi foreldra og forráðamanna fylgir börnum sínum eftir, en þátttakendur …
Fjöldi foreldra og forráðamanna fylgir börnum sínum eftir, en þátttakendur eru um 2 þúsund talsins. Mbl.is/Margrét Þóra
Viðureign Fylgismanna og Snæfellsness á N1 mótinu.
Viðureign Fylgismanna og Snæfellsness á N1 mótinu. Mbl.is/Margrét Þóra
Um 200 lið taka þátt í mótinu.
Um 200 lið taka þátt í mótinu. Mbl.is/Margrét Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert