Kostar ríkið yfir þrjá milljarða

Stefnt er á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli.
Stefnt er á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Innleiðing á nýrri landamæraeftirlitsstarfsemi og uppsetning upplýsingakerfa á Keflavíkurflugvelli mun kosta ríkissjóð um þrjá milljarða og 199 milljónir og dreifist kostnaðurinn á næstu fimm ár.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Kerfin eru hluti af fyrstu heildrænu lögunum um landamæri og landamæraeftirlit á Íslandi sem er fyrirhugað að samþykkja í haust.

Kostnaðurinn felst að mestu í fjárfestingu og rekstri á nýjum kerfum ásamt launakostnaði við landamæravörslu en þetta kemur fram í skriflegu svari Gunnars Harðar Garðarssonar fyrir hönd embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Lagt fyrir þingið í haust

Lögin sem verða lögð fyrir þingið í haust eru hluti af samræmdu landamæraeftirliti hjá Schengen-ríkjunum sem mun taka gildi hjá öllum aðildarríkjunum samtímis.

Samþykki laganna mun hafa í för með sér kostnaðarsamar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og mun landamæraeftirlit þar taka umfangsmiklum breytingum. Þetta staðfesti Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.

Meira má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert