Kristrún boðar til fundar

Kristrún Frostadóttir mun funda með stuðningsfólki sínu á morgun.
Kristrún Frostadóttir mun funda með stuðningsfólki sínu á morgun. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Kristrún Frostadóttir, alþingismaður Samfylkingar, hyggst efna til fundar með stuðningsfólki sínu á morgun, föstudag. Talið er að þar muni hún kynna formannsframboð sitt á landsfundi flokksins, sem fram fer í lok október.

Heimildir Morgunblaðsins herma að fundurinn verði í Iðnó kl. 4 á föstudagseftirmiðdag, en Kristrún vildi ekkert um það segja. „Ég get staðfest að það kemur tilkynning á föstudagsmorgun um boð á fund,“ segir hún í svari til blaðsins.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, leitar ekki endurkjörs, en auk Kristrúnar hefur helst verið bollalagt um framboð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Hvíslað er um að hann vilji verða hluti af forystutvíeyki 2024, hætta í borgarstjórn og fara á þing 2025.

Fréttinni hefur verið breytt og fundartími á föstudag leiðréttur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert