Styttist í aldarafmæli Völsungs

Völsungar fagna marki í fyrra.
Völsungar fagna marki í fyrra. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að skipuð verði afmælisnefnd vegna aldarafmælis íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík árið 2027.

Tilgangurinn með nefndinni verður að safna saman hugmyndum, útfæra og gera tillögu að afmælisgjöf sveitarfélagsins til Völsungs.

„Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum,“ segir í bókun.

Fjölskylduráð Norðurþings hefur falið íþrótta- og tómstundafulltrúa að móta drög að starfshópi og leggja fyrir ráðið að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert