Dæmd í sjö mánaða fangelsi fyrir kókaíninnflutning

Konan var stöðvuð við komuna til landsins með um 400 …
Konan var stöðvuð við komuna til landsins með um 400 gr. af kókaíni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kona var í gær fundin sek í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni með 69-71% styrkleika, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Voru efnin flutt til landsins í 33 pakkningum sem konan hafði falið innvortis, en hún kom með flugi frá Vín.

Var konan stoppuð í tollhliði við komuna til landsins og fundust efnin í kjölfarið. Játaði hún brot sitt skýlaust, en af gögnum málsins varð ekki ráðið hvort hún væri eigandi efnanna eða hefði tekið þátt í að skipuleggja kaup eða innflutning þeirra.

Taldi rétturinn sjö mánaða dóm hæfilega refsingu vegna þessa. Til frádráttar kemur tæplega eins og hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Konunni var jafnframt gert að greiða 1,5 milljónir í sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert