Meðalhiti sumarsins var 9,2 stig

Sumarið þótti í kaldara lagi, eins og landsmenn hafa eflaust …
Sumarið þótti í kaldara lagi, eins og landsmenn hafa eflaust tekið eftir. mbl.is/Hákon

Meðalhiti sumarsins reiknast 9,2 stig. Það er í kaldara lagi miðað við það sem algengast hefur verið síðustu áratugi, en hefði samt talist hlýtt á „kalda“ tímabilinu 1965 til 1995.

Þetta skrifar Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sína, þar sem hann fjallar um „veðurstofusumarið“, sem er nú að ljúka en það tekur yfir mánuðina júní til september.

Trausti bendir á að á landsvísu hafi sumarið 2014 verið það hlýjasta á þessari öld.

„Fáein enn hlýrri sumur komu á fyrra hlýskeiði, en munurinn samt sá að þá virðist breytileiki frá ári til árs hafa verið öllu meiri en að undanförnu. Við sjáum að fjölmörg sumur voru þá kaldari en það sem nú er (nær) liðið,“ skrifar Trausti. 

Hann segir einnig frá því, að fyrsta sumar núverandi hlýskeiðs virðist hafa verið árið 1996.

„Það var ekki síst sérlega hlýr september sem kom því í það sæti. Næstu tvö sumur á eftir, 1997 og 1998, féllu nær hinu venjulega ástandi kuldaskeiðsins, en síðan hlýnaði verulega, sérstaklega eftir 2001.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert