Óvíst um ávinning hjá undir 59 ára

Vísindamennirnir mátu kosti og galla þess að gefa þessum aldurshópi …
Vísindamennirnir mátu kosti og galla þess að gefa þessum aldurshópi örvunarskammta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísbendingar eru um að örvunarbólusetningar gegn Covid-19 geti verið til meiri skaða en gagns hjá aldurshópnum 18-29 ára. Þetta kemur fram í nýlegri grein eftir Kevin Bardosh við háskólana í Washington og Edinborg og átta aðra vísindamenn, sem starfa m.a. við háskólana í Oxford, Kaliforníu og Toronto og Harvard-háskóla, auk Johns Hopkins-háskóla.

Tilefni greinarinnar er að sumir háskólar í Norður-Ameríku hafa gert þá kröfu til nemenda sinna að þeir hafi fengið þriðju bólusetninguna gegn Covid-19. Þeir sem ekki uppfylla þetta skilyrði fá ekki skólavist.

Vísindamennirnir mátu kosti og galla þess að gefa þessum aldurshópi örvunarskammta. Þeir áætla að gefa verði 22.000 til 30.000 einstaklingum á aldrinum 18-29 ára, sem ekki hafa áður smitast af nýju kórónuveirunni, örvunarskammt með mRNA bóluefni til að koma í veg fyrir eina spítalainnlögn vegna COVID-19.

Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu sem kom út á laugardaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert