Svífa eins og fuglinn frjáls yfir Svartagili

Rauðu strikin sýna hvar strengirnir eiga að liggja yfir Svartagil.
Rauðu strikin sýna hvar strengirnir eiga að liggja yfir Svartagil. Tölvuteikning/Kambagil ehf.

„Við bíðum eftir framkvæmdaleyfi frá Hveragerðisbæ. Það á að koma fljótlega og þá förum við að reisa sviflínuna. Öll önnur leyfi eru komin, hönnunin er tilbúin og efnið í brautina er að hluta til komið frá Kanada,“ segir Hallgrímur Kristinsson, forsvarsmaður Kambagils ehf. Það stendur á bak við Mega Zipline Iceland sem ætlar að setja upp tvær rúmlega eins kílómetra langar sviflínur frá Kömbum og niður í mynni Reykjadals.

„Við finnum fyrir gífurlegum áhuga á þessu verkefni og fáum daglega símtöl og fyrirspurnir þótt við séum ekki byrjaðir að auglýsa,“ segir Hallgrímur. Nú er beðið eftir útgáfu framkvæmdaleyfis. Hann vonar að hægt verði að opna sviflínurnar fyrir jólin. Þær verða opnar allt árið þegar veður leyfir. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert