Hefur efasemdir um skattaafslátt

Otti Rafn Sigmarsson.
Otti Rafn Sigmarsson. mbl.is/Sigurður Bogi

„Vissulega er ánægulegt að mikilvægu starfi sjálfboðaliða okkar sé gefinn gaumur af stjórnmálamönnum. Ég er samt ekki viss um að skattaafsláttur sé ákjósanleg leið til að styrkja starf björgunarsveitanna,“ segir Otti Rafn Sigmarsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Á dögunum lögðu sex þingmenn Pírata fram á Alþingi frumvarp til laga um að fólk sem tekur þátt í sjálfboðaliðastarfi á vegum lögaðila, líkt og björgunarsveitastarfi, fái skattaafslátt. Inntak tillögunnar er að draga megi 675 kr. frá skatti fyrir hvern klukkutíma sem fólk gefur til sjálfboðaliðastarfs í almannaþágu. Afslátturinn verði að hámarki 500 þús. kr. á ári og verði ekki færanlegur á milli hjóna eða til fólks í sambúð.

Nefnt er að til sjálfboðaliðastarfs teljist þátttaka í æfingum, námskeiðum og útköllum. Í greinargerð með frumvarpinu er tiltekið að æ erfiðara sé fyrir björgunarsveitirnar að fá nýtt fólk í raðir sínar. Skattaafsláttur geti tekið á því. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert