Nethnetur vinsælt smygl fanga

Þessi 4G netbúnaður fannst við gegnumlýsingu en fangi hafði þá …
Þessi 4G netbúnaður fannst við gegnumlýsingu en fangi hafði þá komið honum fyrir inni í tölvuflakkara til að vafra á netinu. Ljósmynd/Fangelsismálastofnun

Ólíkt því sem þekkist í fangelsum erlendis þá eru fangar hér á landi almennt ekki að smygla inn svokölluðum örsímum (e. mini phone) sem eru á stærð við kveikjara. Ástæðan fyrir því er einföld – fangar á Íslandi hafa aðgengi að símum. Á þessu eru þó undantekningar, minnst tveir farsímar hafa verið gerðir upptækir á Litla-Hrauni það sem af er ári.

Það sem fangar hafa hins vegar ekki er óheft aðgengi að netinu og því er áhersla lögð á smygl á netbúnaði, s.s. 4G-hnetum.

Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins á Hólmsheiði, segir fanga í minnst eitt skipti hafa fjarlægt bakhlið af sjónvarpi, komið þar fyrir netbúnaði og virkjað neteiginleika sjónvarpsins til að ná sambandi við umheiminn.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert