Stóraukin framlög til heilbrigðis- og örorkumála

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram tillögur að breytingum við …
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram tillögur að breytingum við aðra umræðu fjárlagafrumvarps ársins 2023 í fjárlaganefnd Alþingis, þar sem gert er ráð fyrir auknum framlögum til nokkurra veigamikilla málaflokka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram tillögur að breytingum við aðra umræðu fjárlagafrumvarps ársins 2023 í fjárlaganefnd Alþingis, þar sem gert er ráð fyrir auknum framlögum til nokkurra veigamikilla málaflokka. Þyngst vega heilbrigðismál, þar sem lögð er til rúmlega 12 milljarða króna viðbótarfjárveiting. Að auki má nefna málefni öryrkja sem og málefni fatlaðs fólks.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Sjúkrahús efld og frítekjumark öryrkja hækkað

Í tilkynningunni segir að af þeim 12,2 milljörðum króna sem lagðir eru til í heilbrigðismál sé gert ráð fyrir að 4,3 milljarðar króna renni í að styrkja Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og heilsugæsluna. Auk þess er lögð til hækkun, m.a. til að skapa svigrúm til upptöku nýrra lyfja, ásamt verkefnum til að auðvelda heilbrigðiskerfinu að glíma við eftirköst kórónuveirufaraldursins. Meðal þeirra er átak í að vinna niður biðlista eftir liðskiptaaðgerðum ásamt því sem framlög eru aukin til heimahjúkrunar og aðgerða til að dreifa álagi í heilbrigðisþjónustu.

Af þeim 12,2 ma. kr. sem lagðir eru til í …
Af þeim 12,2 ma. kr. sem lagðir eru til í heilbrigðismál er gert ráð fyrir að 4,3 ma. kr. renni í að styrkja Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og heilsugæsluna. Ljósmynd/Aðsend

Þá er lagt til að framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækki um 3,7 milljarða króna en þar af fari 1,1 milljarðar króna til að hækka frítekjumark atvinnutekna öryrkja í 200.000 kr. á mánuði. Þá er í forsendum endurskoðaðrar tekjuáætlunar gert ráð fyrir að ríkissjóður gefi eftir 5 milljarða króna af tekjuskatti einstaklinga á móti samsvarandi hækkun í útsvarstekjum sveitarfélaga til að bæta afkomu þeirra í tengslum við stöðu á málaflokki fatlaðs fólks. Gert er ráð fyrir að ríki og sveitarfélög geri með sér sérstakt samkomulag um þessar breytingar sem komi sem viðauki við fyrri samkomulög um fjármögnun málaflokksins.

Aukin útgjöld milli ára

Fram kemur í téðri tilkynningu að framlög til flestallra málaflokka hafa vaxið verulega undanfarin ár. Sé horft til fjárlaga ársins 2017 þá hafa framlög til sjúkrahúsþjónustu vaxið um ríflega þriðjung, eða sem nemur tæplega 36 milljörðum. Þá hafa framlög til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa vaxið um 40%, eða um 21 milljarð króna. Þá hafa framlög til málefna örorku og fatlaðs fólks aukist um 35% eða um 24 miljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert