Hvassviðri sunnan- og vestanlands

Spákortið í hádeginu í dag.
Spákortið í hádeginu í dag. Kort/mbl.is

Spáð er vaxandi suðaustanátt, 10-18 metrum á sekúndu og rigningu síðdegis, en það verður hægari vindur og þurrt norðan- og austanlands.

Veður fer hlýnandi og verður hiti á bilinu 1 til 6 stig seinnipartinn.

Á morgun verða suðaustan 8-15 m/s og víða rigning. Talsverð úrkoma verður um tíma á sunnanverðu landinu, en lengst af þurrt norðaustan til. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig.

Búast má við suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu seinnipartinn í dag, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Getur það verið varhugavert fyrir vegfarendur, sérstaklega ökutæki sem taka á sig mikinn vind, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert