Olíuleki á Hringbraut eftir að slanga fór í sundur

Slökkvilið var kallað á vettvang skammt frá BSÍ.
Slökkvilið var kallað á vettvang skammt frá BSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Olíuslanga fór í sundur í rútu sem var á ferð við Hringbraut, nálægt BSÍ, um fjögurleytið í nótt og var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang.

Að sögn varðstjóra hafði díselolíu lekið á götuna á nokkur hundruð metra löngu svæði. Slökkviliðið var í um það bil hálftíma að störfum og tók mestu olíuna. Eftir það voru hreinsibílar sem sérhæfa sig í að þrífa og hreinsa götur kallaðir til. 

Rólegt var annars að gera í sjúkraflutningum, að sögn varðstjóra, og voru þeir undir eitt hundrað talsins síðasta sólarhringinn, þar af voru 22 forgangsverkefni. Fjögur útköll voru á dælubíla en öll voru þau minniháttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert