Skjálfti af stærð 3,5 á Reykjanestá

Garðskagi úr flugsýn. Skjálftinn varð þó 5 km norður af …
Garðskagi úr flugsýn. Skjálftinn varð þó 5 km norður af Reykjanestá. mbl.is

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð um 3 km norður af Reykjanestá klukkan 12.49 í dag. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir ekki óeðlilegt að skjálfti af þessari stærðargráðu verði á svæðinu, enda séu skjálftar þar algengir.

Þá hefur Veðurstofan ekki fengið neinar tilkynningar um að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert