Hálka á flestum leiðum á landinu

Frá Hellisheiði. Mynd úr safni.
Frá Hellisheiði. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hálka er á flestum leiðum á landinu í dag en hún sést illa á yfirborði vega. Vegagerðin biður vegfarendur um að aka með ýtrustu varúð.

Hægviðri verður í dag og yfirleitt léttskýjað í flestum landshlutum, en lítilsháttar súld á köflum sunnanlands fram eftir morgni, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra er spáð suðvestan 8-13 metrum á sekúndu, skýjuðu veðri og sums staðar smá vætu. Hiti á bilinu 0 til 7 stig, hlýjast suðvestantil.

Á morgun er útlit fyrir áframhaldandi rólegheit í veðrinu, skýjuðu og dálítilli vætu á Norður- og Vesturlandi en annars bjartviðri og þurrt að kalla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert