Mesta magn pappírsskjala

Alls sóttu 1.625 gestir lestrarsal safnsins í fyrra.
Alls sóttu 1.625 gestir lestrarsal safnsins í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þjóðskjalasafn tók við samtals 2.429 hillumetrum af pappírsskjölum í 169 afhendingum á seinasta ári.

Er þetta mesta magn pappírsskjala sem borist hefur á Þjóðskjalasafnið á einu ári. Þessar upplýsingar koma fram í umfjöllun í ársskýrslu Þjóðskjalasafnsins fyrir árið 2021. Um seinustu áramót var heildarsafnkostur pappírsskjala í Þjóðskjalasafni samtals 46.059 hillumetrar. Þetta skjalamagn mælt í hillumetrum samsvarar vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis og rúmlega það.

Safnið tekur einnig við rafrænum gögnum og fékk alls afhent 573 Gb af rafrænum gögnum í fimm afhendingum á seinasta ári. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert