Ræða skýrsluna líklega á föstudag

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar.
Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjóðaröryggisstefna Íslands var tekin fyrir á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Skýrsla for­sæt­is­ráðherra um mat þjóðarör­ygg­is­ráðs á ástandi og horf­um í þjóðarör­ygg­is­mál­um sem var birt í gær verður líklega rædd á fundi nefndarinnar á föstudag. 

Þetta segir Bjarni Jónsson, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is.

„Við fjölluðum um þjóðaröryggisstefnuna með gestum og ég vænti þess að hitt verði á dagskrá nefndarinnar á föstudaginn,“ segir hann en skýrslan er ítarleg og fer yfir fjöl­mörg atriði tengd þjóðarör­ygg­is­mál­um. Meðal annars hernaðarlega þætti, fjölþátta­ógn­ir og varn­ar­mann­virki.

„Við erum að fá gesti til að ræða þjóðaröryggisstefnuna og þær uppfærslur sem verða gerðar,“ segir Bjarni og bætir við að stefnan verði áfram rædd á fundum nefndarinnar. 

„Þannig að þetta er allt í góðum farvegi hjá okkur held ég.“

Stýrihópurinn kynni skýrsluna

Bjarni segist vona að stýrihópurinn sem stóð að gerð skýrslurnar geti komið á fund nefndarinnar og kynnt hana.

Hópinn skipa Þór­unn J. Haf­stein, rit­ari þjóðarör­ygg­is­ráðs, dr. Val­ur Ingi­mund­ar­son, pró­fess­or sam­kvæmt til­nefn­ingu for­sæt­is­ráðherra, Ragna Bjarna­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í dóms­málaráðuneyt­inu, og Bryn­dís Kjart­ans­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Unnið var að verkefninu í samráði við Rík­is­lög­reglu­stjóra, Land­helg­is­gæslu Íslands og Fjar­skipta­stofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert