Gul viðvörun í gildi í dag

Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun verður í gildi víða um land í dag vegna veðurs. Viðvörunin hefur tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Hún tekur gildi á Norðurlandi eystra klukkan 10 í dag og á Austurlandi að Glettingi klukkan 11.

Spáð er suðvestan- og vestan 15 til 23 metrum á sekúndu og éljum en þurrt verður að kalla austan til. Úrkomuminna verður seinnipartinn og fer að draga úr vindi. Hiti verður í kringum frostmark.

Suðlægari átt verður í nótt og fer að rigna. Á morgun verður suðlæg átt, víða 8-15 m/s og rigning en suðvestlægari átt og skúrir síðdegis, fyrst suðvestan til. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig. Slydduél verða og kólnar smám saman um kvöldið.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert