Baðstaður skipulagður í Krossavík á Hellissandi

Baðhúsið stendur á bakkanum við Krossavík, rétt hjá Hvíta húsinu, …
Baðhúsið stendur á bakkanum við Krossavík, rétt hjá Hvíta húsinu, og þar verða margvísleg böð. Ljósmynd/mbl.is

Unnið er að undirbúningi baðstaðar á Snæfellsnesi, Krossavíkurbaða, vestan við þorpið á Hellissandi. Kári Viðarsson, sem er hugmyndasmiðurinn að þessu verkefni eins og fleirum á Hellissandi, telur að staðsetningin verði sérstaða baðanna.

Útsýnið sé einstakt, meðal annars til Snæfellsjökuls. Þá geti þessi baðstaður veitt skemmtilega upplifun á vetrum, í misjöfnum veðrum. Til að mynda sé brimið stórfenglegt.

Snæfellsbær hefur auglýst breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæði við gömlu hafnarmannvirkin í Krossavík, vestarlega á Hellissandi. 

Gert er ráð fyrir byggingu allt að 500 fermetra baðstaðar með allt að 1.200 fermetra útisvæði. Ýmsir pottar og böð verða við baðstaðinn og stutt er í sjóinn við gömlu hafnarmannvirkin. Þá er vitaskuld gert ráð fyrir bílastæðum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert