Vannærðu hrossin komin í reykvískt hesthús

Hesthúsið er í Fjárborgum.
Hesthúsið er í Fjárborgum. Samsett mynd

Hross þau sem hafa ítrekað verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna vanrækslu eru enn illa haldin og nú í reykvísku hesthúsi. Steinunn Árnadóttir vakti athygli á þessu á Facebook.

Hrossin eru stödd í Fjárborg en Steinunn segist margoft hafa tilkynnt aðbúnað hrossanna til lögreglu, MAST en án viðbragða.

Sjaldan úti í gerði

Hrossin voru flutt í höfuðborgina um hátíðirnar en Steinunn segist ekki hafa séð mikið til þeirra síðan þá.

Heldurðu að þeim sé þá ekki hleypt út í gerði?

„Nei það er þá að minnsta kosti í mjög stutta stund í senn,“ segir Steinunn sem bendir á að skammt frá sé hestaleiga þar sem ferðamenn eigi að kynnast íslenski hestamennsku.

Þrettán af 39 lógað

Steinunn bendir á að hópurinn hafi í fyrstu talið 39 hross en af þeim hafi þurft að lóga 13 og af þeim 26 sem var skilað hafi ellefu verið í viðkvæmu ástandi.

Steinunn kveðst hafa ísent fimm bréf í heildina, þar á meðal eitt opið sem hún birti, á Mast án þess að fá nokkur svör.

„Þegar ég set þennan status þá er ég að kalla á það að fólki sýni óbeit á þessu og fari fram með kröfu til þeirra sem eiga að sinna þessu að það sé eitthvað gert.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert