Halda fund í fyrsta sinn eftir faraldurinn

Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Reykjalundar.
Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Reykjalundar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Laugardaginn 4. febrúar kl. 14 blása Hollvinasamtök Reykjalundar til aðalfundar samtakanna en aðalfundur hefur fallið niður síðustu ár vegna Covid-19 faraldursins. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Reykjalundar. 

Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundarstafa tvö stutt fræðsluerindi um meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid-19 og endurhæfingu hjartasjúklinga.

Á fundinum munu Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og sex senda til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun. Verðmæti gjafarinnar eru tæplega fjórar miljónir króna. 

Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum. Allir félagar eru velkomnir sem og nýir félagar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert