Fullkomin vél sem þurfti að leigja út

TF-SIF var sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs á …
TF-SIF var sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs á Norður-Atlantshafi auk þess að sinna mengunarvörnum. mbl.is/Árni Sæberg

Eftirlitsvélin TF-SIF var keypt til Íslands árið 2009 og leysti af hólmi Fokker-flugvélina TF-SYN sem hafði verið notuð af Landhelgisgæslunni í 32 ár. TF-Sif þótti bylting í eftirliti landsmanna á hafi úti, en hún var sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir og þau verkefni sem henni var ætlað að inna af hendi, eins og eftirliti, vörnum efnahagslögsögunnar, mengunarvörnum og björgunar- og sjúkraflugi.

Heilt ár tók að útbúa vélina fyrir þessar aðstæður og á sínum tíma kostaði hún 32 milljónir bandaríkjadala eða 4,3 milljarða íslenskra króna miðað við núverandi gengi.

„Það er erfitt að segja til um verð á nýrri sambærilegri vél og TF-Sif, en ég myndi ég áætla að það væri á bilinu 5-9 milljarðar íslenskra króna í dag,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

TF-Sif lenti á Reykjavíkurflugvelli 1. júlí 2009. Fljótlega kom í ljós að rekstur vélarinnar yrði það kostnaðarsamur að nýta þyrfti hana erlendis. Í Morgunblaðinu 3. október sama ár birtist grein þar sem sagt var frá að Evrópusambandið vildi leigja TF-Sif með áhöfn til landamæragæslu og fleiri verkefna og sagði Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, að það myndi létta mjög undir rekstri vélarinnar og gæti skipt fjárhag Gæslunnar miklu máli.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert