Kostnaður um 150 milljónir í ár

Norska hljómsveitin Subwoolfer naut vinsælda hér á landi í Eurovision …
Norska hljómsveitin Subwoolfer naut vinsælda hér á landi í Eurovision í fyrra. Því þótti við hæfi að bjóða liðsmönnum hennar hingað. AFP/Marco Bertorello

Kostnaður við framkvæmd Söngvakeppninnar á RÚV og þátttöku í Eurovision sem haldin verður í Liverpool í maí verður um 150 milljónir króna. Það er sambærilegur kostnaður og í fyrra „að teknu tilliti til verð- og launahækkana,“ að sögn Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar.

Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins um kostnað við komu norsku hljómsveitarinnar Subwoolfer, sem skemmtir á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar, segir Rúnar að ekki sé gefinn upp kostnaður við einstaka skemmtiatriði.

„Heildarkostnaður við skemmtiatriðin í Söngvakeppninni á alla fjóra viðburðina verður í ár u.þ.b. 4.000.000 kr. sem er sambærilegt við síðastliðin ár,“ segir Rúnar. Auk Subwoolfer, sem skemmtir á generalprufu úrslitakvöldsins og úrslitakvöldinu sjálfu, hefur verið kynnt að Friðrik Dór Jónsson og Ragnhildur Gísladóttir koma fram hvort á sínu undanúrslitakvöldinu. Þá má búast við því að fleiri innlendir listamenn skemmti en það verður kynnt síðar.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert