Aflýsa óvissustigi en áfram gul viðvörun

Appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar hafa verið teknar af en gular viðvaranir …
Appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar hafa verið teknar af en gular viðvaranir eru enn í gildi víða um land. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag.

Appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar hafa verið teknar af en gular viðvaranir eru enn í gildi víða um land.

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að samhæfingarstöð almannavarna hafi lokið störfum en vegfarendur séu áfram beðnir að fara varlega þar sem áfram megi búast við vindhviðum.

Þá hefur Veðurstofan einnig aflýst óvissustigi sínu vegna hættu á snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert