Lét ófriðlega á bráðamóttöku

Bráðamóttaka Landspítalans.
Bráðamóttaka Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi vegna einstaklings sem lét ófriðlega. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Tilkynnt var um eld í heimahúsi í Garðabæ í gær. Húsráðanda tókst sjálfum að slökkva í honum, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tjón af völdum elds er ekki talið mikið en eitthvert tjón er af völdum reyks.

Tilkynnt var um íþróttaslys í Breiðholti en ekkert er frekar skráð í dagbók um það.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Umferðaróhapp varð í hverfi 203 í Kópavogi. Engin slys urðu á fólki en báðar bifreiðarnar voru fjarlægðar með dráttarbifreið.

Valt hálfa veltu

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Árbænum. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt hálfa veltu. Ökumaðurinn sagðist ekki finna til meiðsla eftir óhappið en bifreiðin var dregin á brott með dráttarbifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert