Mennirnir yfirheyrðir í dag

Mennirnir eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og verða yfirheyrðir í …
Mennirnir eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og verða yfirheyrðir í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki hefur enn tekist að yfirheyra þá sem handteknir voru í íbúðarhúsi í Þingholtunum í Reykjavík í gærmorgun en þeir voru enn í annarlegu ástandi í gærkvöld.

Grímur Grímsson yf­ir­lög­regluþjónn segist í sam­tali við mbl.is vona að hægt verði að yfirheyra mennina og taka ákvörðun um framhaldið fyrir hádegi í dag.

Á sjö­unda tím­an­um í gærmorgun var lög­regl­an kölluð að húsinu en þaðan hafði borist kvörtun um hávaða og há­reysti. Þegar lög­regla kom á staðinn reynd­ust þrír menn vera í íbúðinni, þeir handteknu auk annars sem var meðvit­und­ar­laus og með litl­um lífsmörkum.

Sjúkra­bíll var þegar í stað kallaður til og lög­regla hóf end­ur­lífg­un sem hélt áfram þegar sjúkra­flutn­inga­menn komu á vett­vang en maður­inn var úr­sk­urðaður lát­inn á bráðamót­töku Land­spít­al­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert