Kviknaði í skúr í Hvalfirði

Iðnaðarmönnum sem voru við vinnu á staðnum tókst að slökkva …
Iðnaðarmönnum sem voru við vinnu á staðnum tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. mbl.is/Brynjar Gauti

Eldur læsti sig í þak skemmu við gömlu olíustöðina í Hvalfirði í morgun. Iðnaðarmönnum sem voru þar við vinnu tókst þó að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang.

„Þetta var nú frekar staðbundið, miklu minna heldur en á horfðist,“ segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkvistjóri hjá Slökkviliði Akraness.

Spurður hvort þak skúrsins sé mikið skemmt svarar hann því neitandi. „Nei, þetta voru örfáar spýtur og hluti af klæðningu.“

Segir hann slökkviliðið hafa hræðst það að eldurinn gæti dreift sér, sökum vindhraða í Hvalfirði. Því megi launa iðnaðarmönnunum fyrir skjót viðbrögð.

„Þetta fór allt vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert