Vilja endurgreiðslu vegna „óréttlátra“ gjaldtaka

Handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihömlaða sleppa við að greiða gjald í …
Handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihömlaða sleppa við að greiða gjald í bílastæðahúsum sem rekin eru á vegum borgarinnar. mbl.is/Árni Torfason

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fagnar því að Reykjavíkurborg hafi ákveðið að falla frá innheimtu gjalds af hreyfihömluðum í bílastæðahúsum og segir að gjaldtakan hafi verið óréttlát frá upphafi.

Reykjavíkurborg hefur nú látið af því óréttlæti að innheimta gjald af hreyfihömluðu fólki sem leggur í bílastæðahúsum á vegum borgarinnar.

Jafnframt hvetja þau til þess að þeir handhafar stæðiskorta sem hafi greitt fyrir afnot á bílastæðahúsum á vegum borgarinnar fari fram á endurgreiðslu frá Bílastæðasjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÖBÍ.

Velja afnema gjaldtöku allsstaðar

ÖBÍ bendir á að svo að handhafar stæðiskorta geti nýtt sér þennan rétt þurfa þau að hafa samband við stjórnstöð í síma 411-3403 við komu í bílastæðahús og gefa upp númer stæðiskortsins og bílnúmer.

Þau segja næsta skref vera að fá þennan sama rétt viðurkenndan í Hörpu, öðrum einkareknum bílastæðahúsum, þjóðgörðum og hvar sem gjaldtaka af bílastæðum er til staðar.

Jafnt undir berum himni og þaki

Það gerist eftir langvarandi þrýsting ÖBÍ réttindasamtaka sem hafa bent á að samkvæmt umferðarlögum megi handhafar stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða leggja í bílastæði hreyfihamlaðra og gjaldskyld bílastæði án greiðslu. Það eigi jafnt við um bílastæði undir berum himni og undir þaki,“ segir í tilkynningunni.

Jafnframt taka samtökin fram að álit þeirra hafi verið staðfest af borgarlögmanni og að málið sé til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert