Ekki talið að fólk sé slasað

Neskaupstaður.
Neskaupstaður. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Tvö snjóflóð féllu á Neskaupstað í Norðfirði í morgun, annars vegar innan við byggðina og hins vegar ofan við byggð.

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir fólk nú þegar hafa verið flutt úr húsunum sem flóðið komst að.

Jón Björn var staddur í húsi björgunarsveitarinnar á staðnum, þar sem hann ásamt aðgerðarstjórn stóð við undirbúning á að rýma reiti bæjarins er blaðamaður mbl.is náði í hann.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Ljósmynd/Aðsend

Hann segir ekki vera útlit fyrir að fólk hafi slasast í flóðunum, þó svo að eftir eigi að ganga úr skugga um það að fullu.

Áform eru um að rýma efri byggð bæjarins Mýrahverfinu næst að sögn Jóns, en hann segir fjöldahjálparstöð hafa verið opnaða í félagsheimilinu Egilsbúð í bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert