Mótmæla tillögu um vannýtingarákvæði

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. mbl.is/Arnþór

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, kveðst ætla að mótmæla tillögu í drögum að endurskoðun á regluverki jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, er kveður á um að vannýtt útsvar sveitarfélaga verði dregið frá framlögum úr sjóðnum.

Hann segir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga tryggðan í lögum og með stuðningi í stjórnarskrá. Það gangi ekki að regluverk jöfnunarsjóðs sé notað til þess að hafa áhrif á þessi mál.

Síðustu ár hafa framlög úr jöfnunarsjóði vegið u.þ.b. 13% af samanlögðum heildartekjum sveitarfélaga.

Almar bendir á að á síðasta ári hafi Garðbæingar greitt 2,1 milljarð inn í sjóðinn en fengið framlög upp á 1,5 milljarð.

„Umræðan virðist vera þannig að Garðbæingar fái meira út úr sjóðnum heldur en þeir leggja til og það er einfaldlega rangt. Sjóðurinn er auðvitað þannig, eðlilega, af því að þetta er jöfnunarsjóður, að stærri sveitarfélög leggja miklu meira inn í hann heldur en að þau fá út úr honum. Það á við í tilfelli Garðbæinga.“ 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert