Óvíst hvort einhverjir hafi verið í hættu

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Landsbjörg

Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúa Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, segir í samtali við mbl.is óvíst hvort einhverjir hafi verið í hættu er snjóflóð féll í Norðfirði í nótt. 

Björgunarsveitin í Neskaupstað er nú að meta aðstæður og eru aðrar sveitir á leiðinni. 

Vegagerðin er að ryðja Fagradal til þess að fleiri björgunarsveitir komist á staðinn en Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lög­reglu og al­manna­varna vegna mik­ill­ar snjóflóðahættu.

Óvissu­stigi hef­ur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Aust­fjörðum og hættu­stigi lýst yfir í Nes­kaupsstað og á Seyðis­firði. Jón Þór segir færð vera erfiða á svæðinu.

Búið er að virkja samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð og verður fjöldahjálparmiðstöð opnuð í Fjarðarbyggð samkvæmt regluverki að sögn Jóns Þórs. 

Hann segir að björgunarsveitir hafi einnig aðstoðað ferðamenn vegna ófærðar á suðvesturhorninu. 

„Þessi litla lægð virðist hafa haft talsverð áhrif.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert