Þrír björgunarsveitamenn ásamt leitarhundum sendir austur

Þrír björgunarsveitarmenn og þrír leitarhundar voru sendir með þyrlu á …
Þrír björgunarsveitarmenn og þrír leitarhundar voru sendir með þyrlu á Höfn í Hornafirði.

Þrír björgunarsveitarmenn ásamt þremur leitarhundum verða sendir með þyrlu austur á land til að veita aðstoð vegna snjóflóða í Neskaupstað, að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar

Þyrlan, sem var áætlað að færi í loftið hvað úr hverju þegar blaðamaður mbl.is ræddi við Ásgeir, mun lenda á Höfn í Hornafirði og vera björgunarsveitum til taks til að aðstoða björgunarsveitir á svæðinu vegna snjóflóða sem féllu í Neskaupstað. 

Varðskipið Þór siglir nú einnig til Vopnafjarðar. Áætlað er að skipið verði mætt um átta leytið í kvöld og mun skipið ferja björgunarsveitarfólk frá Vopnafirði inn á Norðfjörð, sem Neskaupstaður liggur við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert