Fyrsta farþegaskip sumarsins

Ambience er stórt skip eða 70.285 brúttótonn.
Ambience er stórt skip eða 70.285 brúttótonn. Ljósmynd/Marine traffic

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins var væntanlegt til hafnar í Reykjavík í dag, þriðjudag. Það heitir Ambience og átti samkvæmt áætlun að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan sjö að morgni. Þar með hefst vertíð farþegaskipa þetta sumarið, sem slá mun öll fyrri met í fjölda skipa og farþega.

Ambience er stórt skip eða 70.285 brúttótonn. Það rúmar 1.596 farþega og í áhöfn eru 696 manns. Í þessari ferð eru farþegarnir 1.349 og 614 í áhöfn. Ambience lagði af stað frá Bretlandi.

Skipið kom við í Þórshöfn í Færeyjum. Þaðan fór það síðdegis á sunnudag og var í gær að nálgast Suðurlandið á 18 sjómílna ferð og stefndi til Reykjavíkur. Skipið lætur úr höfn á miðvikudagskvöldið áleiðis til Bretlands.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert