Rammasamkomulag um nýjan kjarasamning í höfn

Friðrik Jónsson, formaður BHM, er sáttur við að komin sé …
Friðrik Jónsson, formaður BHM, er sáttur við að komin sé niðurstaða. Ljósmynd/BHM

Rammasamkomulag hefur náðst um nýjan kjarasamning fyrir aðildarfélög BHM, en um er að ræða drög að framlengingu kjarasamninga við ríkið og Reykjavíkurborg. Enn á eftir að ljúka viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga, en Friðrik Jónsson, formaður BHM gerir ráð fyrir að þeim verði lokið á næstu dögum.

„Hér er um að ræða tólf mánaða samning sem í grófum dráttum sambærilegur við það sem samið hefur verið um á almennum markaði og gengið er frá ýmsum sérmálum,“ segir Friðrik í samtali við mbl.is. 

Það er nú í höndum hvers aðildarfélags fyrir sig að ganga endanlega frá sínum kjarasamningi, skrifa undir og setja í kynningu og atkvæðagreiðslu. Samkomulagið gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. 

„Ég er sáttur við að komin er niðurstaða og vona að félögin verði líka sátt," segir Friðrik. 

Sögulegt samkomulag

Kjarasamningar aðildarfélaga BHM renna út á morgun og var lögð mikil áhersla á að ljúka viðræðum fyrir þann tíma, en þær hafa staðið yfir frá áramótum.

Um er að ræða sögulegt samkomulag þar sem ríki og sveitarfélög koma saman að borðinu, en það hefur ekki verið gert áður.

Samkvæmt heimildum mbl.is mun BSRB einnig vera á lokametrum með að undirrita sína samninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert