Ruslið „árstíðabundið“

Ruslfok við og meðfram Viðinesvegi
Ruslfok við og meðfram Viðinesvegi Kristinn Magnússon

„Þetta er því miður fylgifiskur reksturs stórs urðanda, en hann fer óðum minnkandi og mun hverfa úr þessu landi innan skamms.“ segir Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sorpu bs., við mbl.is um sorpið sem hefur saman safnast í túninu við Víðinesveg.

Greint var frá því í gær að rusl sem hefur fokið frá urðunarstöð Sorpu á Álftanesi, lægi á víð og dreif í Víðinesi, gestum svæðisins til ama.

Jón segir að ruslið sem fjúki á svæðinu sé árstímabundið.

Erfitt að hreinsa á veturna

Jón segir að geri vart við sig að ári hverju en að erfitt sé að hreinsa svæðið um veturinn. „Það er alltaf hreinsað á hverju voru,“ segir hann, „hefur verið gert í þrjátíu ár.“ segir hann.

Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sorpu bs.
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sorpu bs.

Hann segir að Sorpa geri á hverju ári samninga við ýmsa aðila, t.d. björgunarsveitir og íþróttafélög, sem sjá um að hreinsa svæðið að vori.

„Og svo á sumrin erum við með garðyrkjuhópa sem fara yfir svæðið.“ segir hann. „Þetta er hluti af áætlun okkar á hverju ári að fara í þetta verkefni.“

Aðspurður um hvenær hreinsunaraðgerðir á svæðinu skyldu hefjast svarar hann: „Ég veit að það eru samtöl í gangi við aðila í Mosfellsbæ um að fara af stað núna í apríl en nákvæmari tímasetningu er ég ekki með.“

„Það er árstímabundin aðgerð að hreinsa til. Ástandið er ekkert verra núna en það hefur verið áður.“

Stöðin átti að loka um áramótin

Áform voru um að loka urðunarstöðinni um seinastliðin áramótin en ekki hafði fundist annar staður fyrir stöðina. Árið voru jafnvel vangaveltur um að koma á fót sorpbrennslustöð í Mosfellsbæ en íbúar bæjarins voru afar ósáttir við það.

„Við erum að reyna að finna annan urðunarstað en í millitíðinni erum við að fara í útflutning á þessum brennanlega úrgangi.“ segir Jón Viggó.

Vonandi ekki vandamál á næsta ári

Jón segir að stærsta verkefni Sorpu á þessu ári sé að fara í útflutning á úrgangi. Þá verði úrgangur fluttur erlendis til brennslu. Brennanlegur úrgangur verði því forunninn, málmar teknir úr honum og síðan sendur á braut erlendis.

„Þá mun þetta minnka enn frekar,“ segir hann. „Þetta verður mest steinefni og annað slíkt sem fer inn á þennan urðunarstað.

Hann segir að magn úrgangs sem ratar inn á úrgangsstöðvar hefur minnkað seinustu þrjú ár og að það sé vegna þess að Sorpa hækkaði gjaldskrá. Þá hafi rusl hefur fundið sér annan farveg, t.a.m. með aukinni flokkun.

„Magnið sem fer inn á urðunarstaðinn mun dragast verulega saman á þessu ári og ég vona að á næsta vori verði þetta ekki vandamál.“

Ekki var við óskir rekstraraðila

Aðili sem vinnur að opnun gistiheimilis á svæðinu tjáði sig um ruslið sem myndast hefur á svæðinu í gær en Jón segist ekki vera kunnugur um það að það rekstraraðili væri á svæðinu.

Ruslfok við og meðfram Viðinesvegi
Ruslfok við og meðfram Viðinesvegi Kristinn Magnússon

Hann segist þó gjarnan vilja fá að ræða við viðkomandi og heyra hans tilmæli.

„Við höfum ekki fengið neinar fyrirspurnir frá þessum rekstraraðila en við viljum gjarnan fá að heyra frá þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert