Rýna í gögn um ofanflóðahættu

Viðbragðsaðilar að störfum í Neskaupstað.
Viðbragðsaðilar að störfum í Neskaupstað. Ljósmynd/Landsbjörg

Veðurstofa Íslands hefur safnað saman gögnum varðandi ofanflóðahættu á svæðinu í dag og er nú unnið að því að rýna í þau. Niðurstaða þeirrar vinnu verður kynnt um leið og hún liggur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans á Austurlandi.

Þangað til verða rýmingar óbreyttar.

Greint var frá því fyrr í dag að Veðurstofan hefði ákveðið að aflétta rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað frá klukkan 16 í dag. Það voru síðustu rýmingarreitirnir í bænum.

Eins og áður hef­ur verið greint frá hafa þó nokk­ur snjóflóð fallið síðustu daga á Aust­ur­landi og hef­ur verið lýst yfir óvissu­stigi vegna snjóflóðahættu þar. Hættu­stig er í gildi í Nes­kaupstað, á Seyðis­firði, Eskif­irði, Fá­skrúðsfirði og Stöðvarf­irði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert